Almennar fréttir
Vel heppnað málþing um lög í stríði
28. mars 2019
Fjölmennt málþing haldið í Norræna húsinu á fimmtudaginn síðastliðinn
Á fimmtudaginn síðastliðinn var haldið fjölmennt málþing í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði. Málþingið var skipulagt af Rauða krossinum á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins.
Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fluttu erindi á málþinginu. Page Wilson, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands kynnti fundargesti fyrir Genfarsamningunum og lögum sem gilda í stríði. Page var jafnfram fundarstjóri og stýrði umræðum á málþinginu. Þá tók til máls Jonathan Somer, sérfræðingur í mannúðarrétti hjá danska Rauða krossinum, sem kynnti ýmsar leiðir til að innleiða lög til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi í stríðsátökum. Áslaug Arnoldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands, fór yfir starfsemi heilbrigðisstarfsmanna á átakasvæðum og verndar sem þeir eiga að njóta. Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, fór yfir stöðu Íslands þegar kemur að lögum í stríði og innleiðingu laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Loks voru áhugaverðar panel umræður þar sem fundargestir gátu borið upp spurningar til fyrirlesara.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir gott samstarf og góða aðsókn á málþingið. Líflegar umræður sköpuðust á málþinginu og ljóst að málaflokkurinn hefur vakið áhuga almennings.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitAðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.
Gísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.