Almennar fréttir
Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni
29. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta), þingskjal 1193, 714. mál.
Rauði krossinn fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu á kaupum og vörslu neysluskammta og styður þær breytingar á löggjöfinni sem þar eru lagðar fram. Rauði krossinn styður þá stefnu að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í íslensku samfélagi í heilbrigðiskerfinu fremur en í dómskerfinu.
Þá fagnar Rauði krossinn því að við gerð reglugerðar um skilgreiningu á stærð neysluskammta skuli vera haft samráð við notendur svo rammi verði myndaður sem sé í samræmi við aðstæður á Íslandi. Í ljósi þeirra ráðagerða að setja á laggirnar notendasamráð, þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, ráðuneytis heilbrigðismála og frjálsra félagasamtaka skulu eiga sæti, vill félagið ítreka mikilvægi þess að fá notendur að borðinu en ekki einungis málsvara þeirra í formi frjálsra félagasamtaka þar sem engin eiginleg notendasamtök er að finna hérlendis.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.