Almennar fréttir
Umsögn um frumvarp um útlendingamál
08. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi)
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga var lagt fram á 149. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var endurflutt á 150. löggjafarþingi. Það frumvarp náði ekki heldur fram að ganga og er nú endurflutt öðru sinni. Rauði krossinn skilaði inn ítarlegri umsögn 26. maí 2020 við frumvarpið þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við fjölmörg ákvæði þess og er vísað í þær athugasemdir sem enn standa.
Má þar helst nefna ákvæði um sjálfkrafa kæru og styttingu fresta til að leggja fram greinargerð vegna kæru. Þá má nefna ákvæði frumvarpsins sem þrengja að réttindum þeirra umsækjenda sem koma frá svokölluðum öruggum upprunaríkjum, ákvæði um skerðingu eða niðurfellingu þjónustu þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun og tillaga um nýtt réttarúrræði sem kallast endurtekin umsókn. Þá eru gerðar alvarlegar athugasemdir við ákvæði 12. gr. frumvarpsins sem skerða verulega möguleika þeirra sem hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki til verndar hér á landi. Enn fremur eru gerðar athugasemdir við tillögur frumvarpsins að breytingum sem þrengja möguleika ríkisfangslausra einstaklinga til að fá hér vernd á grundvelli ríkisfangsleysis. Umsögnina frá 2020 má lesa hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.