Almennar fréttir
Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
19. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024.
Í drögunum segir að í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda séu kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Rauði krossinn fagnar tillögu að nýrri áætlun enda lætur félagið sig aðstæður innflytjenda og flóttafólks varða og hefur áratugum saman gætt hagsmuna þeirra. Félagið hefur lengi talað fyrir jafnræði, jöfnu aðgengi og tækifærum allra innflytjenda á Íslandi, ekki síst flóttafólks, og nauðsyn þess að fjölmenning sé viðurkennd á borði sem í orði.
Tillagan endurspeglar að við sem samfélag þokumst fram á við og að þekking samfélagsins á sérstökum
aðstæðum og þörfum innflytjenda og flóttafólks fer vaxandi. Rauði krossinn vill leggja sitt að mörkum
til að styrkja tillöguna enn frekar með umsögn sinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.