Almennar fréttir
Umsögn um breytingar á almennum hegningarlögum
30. mars 2021
Rauði krossinn hefur sent inn umsögn um breytingar á almennum hegningarlögum er varða mansal.
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um almenn hegningarlög (mansal).
Rauði krossinn fagnar framkomnu frumvarpi og telur það vandað og vel unnið. Telur félagið að breytingarnar séu til þess fallnar að auka réttarvernd þeirra sem verða fyrir mansali, einkum og sér í lagi þeirra hópa sem nefndir eru í frumvarpinu; umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk, farandverkafólk og erlendir ríkisborgarar.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.