Almennar fréttir
Umsögn Rauða krossins um breytingu á lögum um útlendinga
02. desember 2020
Rauði krossinn birtir umsögn sína um breytingu á lögum um útlendinga um aldursgreiningu með heildstæðu mati
Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gagnrýnt aldursgreiningar Útlendingastofnunar. Hefur þeim athugasemdum verið komið á framfæri við stofnunina, kærunefnd útlendingamála, dómsmálaráðuneytið, umboðsmann barna, Barnaverndarstofu, umboðsmann Alþingis og fjölmiðla og almenning. Þá hefur Rauði krossinn ítrekað lagt til tillögur að úrbótum með vísan til alþjóðlegra skýrslna um aldursgreiningar á fylgdarlausum börnum.
Rauði krossinn skilaði inn ítarlegri umsögn við frumvarp þetta, sem nú er endurflutt ásamt nokkrum
viðbótum, á síðasta löggjafarþingi þar sem félagið tók undir með flutningsmanni frumvarpsins hvað
varðar gagnrýni á að þær aðferðir sem beitt er hér á landi við greiningu á aldri umsækjenda um
alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði reglugerðar um útlendinga sem kveður á um að við greiningu á
aldri skuli fara fram heildstætt mat.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.