Almennar fréttir
Umsögn frjálsra félagasamtaka í þróunarsamvinnu um frumvarp til fjárlaga 2023
14. nóvember 2022
Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu skora á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu.

Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu (ABC barnahjálp, Barnaheill, CLF á Íslandi, Hjálparstarf
Kirkjunnar, Kristniboðssambandið, Rauði krossinn á Íslandi, SOS Barnaþorp, Sól í Tógó, UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi) sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0.7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir.
Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn félaganna um frumvarp til fjárlaga 2023, sem var afhent 11. nóvember síðastliðinn og sjá má hér að neðan.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.