Almennar fréttir
Umsögn frjálsra félagasamtaka í þróunarsamvinnu um frumvarp til fjárlaga 2023
14. nóvember 2022
Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu skora á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu.
Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu (ABC barnahjálp, Barnaheill, CLF á Íslandi, Hjálparstarf
Kirkjunnar, Kristniboðssambandið, Rauði krossinn á Íslandi, SOS Barnaþorp, Sól í Tógó, UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi) sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0.7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir.
Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn félaganna um frumvarp til fjárlaga 2023, sem var afhent 11. nóvember síðastliðinn og sjá má hér að neðan.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitAðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.
Gísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.