Almennar fréttir
Tombóla í Vogum
10. desember 2020
Vinkonurnar Birna Rán og Helena Marý héldu tombólu í haust og komu peningunum til skila þrátt fyrir samkomutakmarkanir.
Þær Birna Rán Hilmarsdóttir og Helena Marý Óðinsdóttir ákváðu að snúa bökum saman og halda tombólu til styrktar Rauða krossinum í haust í Vogum. Þær stöllur söfnuðu 2.653 krónum. Vegna Covid takmarkana komu þær framlaginu ekki í hús hjá Rauða krossinum en dóu ekki ráðalausar og létu millifæra framlagið.
Þær hyggja á frekara tombóluhald næsta vor með von um að þá verði veiran á brott og að allir þori að koma á tombólu.
Á myndinni er Birna Rán til vinstri og Helena Marý til hægri.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.