Almennar fréttir
Tombóla á Vopnafirði
18. júlí 2019
Systurnar Jóhanna Laufey og Þórhildur Inga Hreiðarsdætur ásamt Láru Ingvarsdóttur stóðu fyrir tombólu á Vopnafirði nú á dögunum.
Systurnar Jóhanna Laufey og Þórhildur Inga Hreiðarsdætur ásamt Láru Ingvarsdóttur stóðu fyrir tombólu á Vopnafirði nú á dögunum.
Þær Jóhönnu Laufeyju og Láru langaði að halda tombólu en voru í vafa um hvaða málefni ætti að styrkja. Eftir að hafa fengið uppástungur þá ákváðu þær að styrkja Rauða kross Íslands. Leyfi fékkst fyrir tombólunni hjá foreldrum með þeim tilmælum að eldri systirin, Þórhildur Inga yrði með og gekk þetta vel hjá þeim stöllum.
Þær söfnuðu rúmum 8300 kr og á meðfylgjandi mynd má sjá þær afhenda afraksturinn þeim Berglindi Sveinsdóttur, formanni Múlasýsludeildar Rauða krossins og Málfríði Björnsdóttur, gjaldkera deildarinnar.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir stuðninginn.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.