Almennar fréttir
Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
07. febrúar 2025
Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir. Fréttin verður uppfærð.
Deild |
Dagsetning og tími |
Staðsetning |
Árnessýsludeild | 27. feb | Húsnæði deildar. |
Barðastrandarsýsludeild | 4. mars kl. 18:00 | |
Djúpavogsdeild | 17. feb kl. 20:00 | Löngubúð |
Eyjafjarðardeild | 13. mars kl. 17:00 | Húsnæði deildar. |
Fjarðabyggð | 13. mars kl. 18:00 | Múlinn - samvinnuhús, Neskaupsstað |
Hornafjarðardeild | 10. mars kl. 18:00 | Ekran |
Klausturdeild | 19. mars kl. 19:00 | Skaftársstofa |
Múlasýsludeild | 24. feb kl. 20:00 | Húsnæði deildar |
Skagafjarðardeild | 13. mars kl. 17:00 | Húsnæði deildar Aðalgötu 10b |
Suðurnesjadeild | 12. mars | Húsnæði deildar |
Þingeyjarsýsludeild | 25. feb kl. 18:00 | Naustinu |
Vestmannaeyjadeild | 6. mars | Húsnæði deildar |
Víkurdeild | 4. mars | Kjallarinn, Suður-Vík |
Á dagskrá aðalfunda deilda skal hið minnsta fjallað um eftirtalin atriði:
a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
c. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
d. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram.
e. Kosning formanns deildar.
f. Kosning deildarstjórnar og varamanna skv. 20. gr.
g. Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra.
h. Önnur mál.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Vanlíðan spyr ekki hvað klukkan sé
Innanlandsstarf 25. mars 2025„Samtölin eru að þyngjast og fleiri þeirra taka lengri tíma en áður,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsímans 1717 sem Rauði krossinn rekur. Brýnt er að renna fleiri stoðum undir reksturinn svo halda megi þeirri lífsbjargandi þjónustu sem þar er veitt áfram allan sólarhringinn.

Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd
Alþjóðastarf 24. mars 2025„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.

Nýir og rúmbetri sjúkrabílar á leiðinni
Almennar fréttir 24. mars 2025Rauðinn krossinn mun á næstu mánuðum taka við 25 nýjum sjúkrabílum. Um tvær týpur af bílum verður að ræða.