Almennar fréttir
Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
28. mars 2025
Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.
Þróunarsamvinna á viðsjárverðum tímum er yfirskrift opins fundar sem fram fer þann 1. apríl á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, UNICEF á Íslandi, UN Women Ísland, Rauða krossins og Barnaheilla. Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu, hefst kl. 12 og mun standa í rúman klukkutíma.
Á fundinum verður fjallað um hvernig þrengt hefur að stuðningi við þróunarsamvinnu og það bakslag sem við stöndum frammi fyrir í mannréttindamálum í heiminum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á frið og stöðugleika á heimsvísu? Hverju hefur þróunarsamvinna skilað og er sá árangur nú í hættu? Hvert er mikilvægi Íslands og hinna Norðurlandanna sem gjafaríkja til þróunarsamvinnu og málsvara mannréttinda á alþjóðavettvangi?

Isabel Burchard, sem fer fyrir UNICEF Nordic donor relations, og Stella Samúelsdóttir, formaður þróunarsamvinnunefndar og framkvæmdastýra UNWomen, flytja erindi.
Að erindum loknum setjast þær í panel ásamt Gísla Rafni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi, Svanhildi Þorvaldsdóttur, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Tótlu Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Fundarstjóri verður Pia Hansson, forstöðumaður Höfða friðarseturs.
Fundurinn er opinn öllum og fer fram á ensku.
Hægt er að skrá sig á fundinn hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi
Innanlandsstarf 28. mars 2025Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.

Vanlíðan spyr ekki hvað klukkan sé
Innanlandsstarf 25. mars 2025„Samtölin eru að þyngjast og fleiri þeirra taka lengri tíma en áður,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsímans 1717 sem Rauði krossinn rekur. Brýnt er að renna fleiri stoðum undir reksturinn svo halda megi þeirri lífsbjargandi þjónustu sem þar er veitt áfram allan sólarhringinn.