Almennar fréttir
Þrjár milljónir króna til Úkraínu
30. mars 2022
Orkan afhenti Rauða krossinum í dag 3 milljónir króna sem söfnuðust á sérstökum söfnunardegi á Orkustöðvunum í mars þegar fimm krónur af hverjum lítra runnu til hjálparstarfs í Úkraínu
Allt fjármagn sem Rauði krossinn fær verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning bæði í Úkraínu og nágrannalöndum en fjármagnið nær einnig yfir hjálparstarf fyrir flóttafólk á Íslandi.
„Við viljum leggja okkar af mörkum og styðja á þennan hátt við mikilvægt hjálparstarf Rauða krossins. Viðskiptavinir okkar brugðust vel við og erum við þeim afar þakklát fyrir að taka þátt í verkefninu. Við vonumst til að styrkurinn muni koma að góðum notum.” segir Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar.
„Það er gott að finna hlýhug fólks vegna ástandsins í Úkraínu og við erum mjög þakklát Orkunni og viðskiptavinum þeirra fyrir þetta mikilvæga framlag til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda og hefur þurft að flýja heimili sín. Framlög sem þessi gera okkur kleift að sinna okkar starfi, hér á landi sem og erlendis “ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.