Almennar fréttir
Þrír sjálfboðaliðar fengu viðurkenningu
17. mars 2021
Á ný liðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu fengu þrír sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir framúskarandi árangur í starfi.
Á ný liðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu fengu þrír sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir framúskarandi árangur í starfi. Þau eru Andri Arnaldsson, Anna Sigurveig Barkadóttir og Áslaug Jóna Marínósdóttir.
Andri Arnaldsson hefur verið bílstjóri í Frú Ragnheiði síðan 2016. Hann tekur alltaf tvær vaktir í hverjum mánuði og hefur seinustu tvö einnig staðið vaktina á aðfangadag. Andri er einn af fimm sjálfboðaliðum sem heldur utan um tölfræði verkefnisins. Hann er einnig skráður sem einn af umsjónarmönnum bílsins og er hann í næringarhóp Frú Ragnheiðar og fer mjög reglulega og sækir drykki og matvæli fyrir verkefnið.
Anna Sigurveig Barkardóttir er sjálfboðaliði Kvennadeildarinnar og hefur verið frá 2017. Það er henni að þakka að hægt var að hafa búðina í Fossvogi opna allt árið 2020. Hún mætir með samviskusemi á nokkrar vaktir í viku hverri, er einstaklega liðleg og dugleg að koma auga á ýmislegt sem betur mætti fara í búðinni.
Áslaug Jóna Marinósdóttir hefur verið sjálfboðaliði í Leiðsöguvinum frá 2017. Hún kláraði eitt ár með fjölskyldunni sem hún var fyrst kynnt fyrir og skráði sig aftur árið 2019 til að vera leiðsöguvinur annars einstaklings. Hún byggir samskipti sín ávallt á virðingu og trausti og að verða vinur þeirra sem hún vinnur með. Hún hefur yfirstigið tungumálaörðugleika og haldið sambandi eftir að verkefnum lýkur formlega. Hún hefur tekið þátt í þjálfun nýrra sjálfboðaliða á námskeiðum og verið virk í öðrum verkefnum eins og Krakkanámi og fjáröflun félagsins.
Rauði krossinn þakkar öllum þremur fyrir ómetanlegt starf í þágu mannúðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.