Almennar fréttir
Þrír Rauða kross liðar frá Íslandi tóku þátt í Solferino göngunni
05. júlí 2019
Á hverju ári, þann 24. júní, taka þúsundir meðlimir Rauða krossins og Rauða hálfmánans þátt í Solferino göngunni á Ítalíu. Þrír starfsmenn frá Rauða krossinum á Íslandi tóku þátt í göngunni í ár.
Á hverju ári, þann 24. júní, taka þúsundir meðlimir Rauða krossins og Rauða hálfmánans þátt í Solferino göngunni á Ítalíu. Tilefni göngunnar er að minnast og fagna stofnun Rauða krossins, stærstu mannúðarhreyfingu veraldar. Þrír starfsmenn frá Rauða krossinum á Íslandi tóku þátt í göngunni í ár.
Þann 24. júní árið 1859 var Henry Dunant, ungur svissneskur kaupsýslumaður á ferðalagi á Solferino á Ítalíu þegar hann varð vitni að óvæginni baráttu stríðandi fylkinga. Í átökunum féllu þúsundir og margir særðust alvarlega. Hann gat ekki horft upp á þessar þjáningar fólks án þess að reyna gera eitthvað til að veita særðum hjálparhönd. Hann útbjó neyðarskýli í kirkju í þorpinu þar sem hermenn beggja fylkinga fengu umönnun. Þorpsbúar, einkum konur og aldrað fólk, hjálpuðu til.
Hjálparstarfið sem var unnið á vígvellinum af borgurum þessa daga í Solferino er grunnur af starfi Rauða krossins um allan heim. Í öllu starfi Rauða krossins er áhersla ávallt lögð á að mannúð sé í fyrirrúmi og enn í dag aðstoða sjálfboðaliðar Rauða krossins um allan heim við mannúðar- og hjálparstarf. Hreyfingin er óhlutdræg og gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni þeirra, uppruna, trúar, kyni, stétt, stjórnmálaskoðunum.
Í júní ár hvert safnast sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins hvaðan af úr heiminum í Solferino og ganga saman um 14 km leið til að minnast mannúðar og ósérhlífni Hendry Dunant þessa daga júní árið 1859. Gangan í ár var sérstök að því leiti að haldið var upp á 100 ára stofnafmæli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC). Landsfélög hreyfingarinnar sameinast í Alþjóðasambandi Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Undir hatti IFRC starfa landsfélög hreyfingarinnar saman sem ein heild og taka ákvarðanir í mikilvægum málum.
Þrír starfsmenn frá Rauða krossinum á Íslandi tóku þátt í göngunni í ár, þau Björg Kjartansdóttir, Sigurður Árnason og Áshildur Linnet. Að sögn þeirra var gangan mjög eftirminnileg. Talið er að um 10 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni, þar sem fólk bar kyndla til að minnast þeirra er féllu á vígvellinum og fórnfúsu starfi Henry Dunant að koma særðum til hjálpar og markar upphaf Rauða kross hreyfingarinnar. Gangan hafi verið mjög eftirminnileg og sérstaklega hafi verið gaman að sjá hve margir íbúar hafi safnast saman við gönguleiðina til hvetja göngumenn og sýna stuðning í verki við starf Rauða krossins. Einnig höfðu skólakrakkar úr þorpunum í kring útbúið spjöld þar sem kallað var eftir friði í heiminum og mikilvægi mannúðar og bræðralags.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.