Almennar fréttir
Þjónustufulltrúi í afgreiðslu óskast
11. júní 2019
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk.
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk. Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf fyrir réttan aðila. Um er að ræða hlutastarf, þar sem unnið er frá kl. 10:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga en til kl. 15:00 á föstudögum.
Helstu verkefni
- Almenn störf í afgreiðslu, s.s. móttaka gesta og símsvörun
- Veita upplýsingar um starfsemi Rauða krossins
- Skráning þátttakenda á námskeið Rauða krossins
- Frágangur á pósti, móttaka pantana og gerð reikninga
- Önnur tilfallandi störf
Hæfnikröfur
- Rík samskiptahæfni og þjónustulund
- Góð tölvukunnátta
- Áhugi að vinna með fólki frá mismunandi menningarheimum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, þekking á öðrum tungumálum er kostur
- Þekking á málefnum og starfi Rauða krossins er kostur
Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til 18. júní n.k. Sótt er um starfið á Alfreð.
Nánari upplýsingar veitir Kristrún Pétursdóttir, kristrun@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.