Almennar fréttir
Þjónustufulltrúi í afgreiðslu óskast
11. júní 2019
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk.
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir þjónustufulltrúa í afgreiðslu félagsins að Efstaleiti 9. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk. Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf fyrir réttan aðila. Um er að ræða hlutastarf, þar sem unnið er frá kl. 10:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga en til kl. 15:00 á föstudögum.
Helstu verkefni
- Almenn störf í afgreiðslu, s.s. móttaka gesta og símsvörun
- Veita upplýsingar um starfsemi Rauða krossins
- Skráning þátttakenda á námskeið Rauða krossins
- Frágangur á pósti, móttaka pantana og gerð reikninga
- Önnur tilfallandi störf
Hæfnikröfur
- Rík samskiptahæfni og þjónustulund
- Góð tölvukunnátta
- Áhugi að vinna með fólki frá mismunandi menningarheimum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, þekking á öðrum tungumálum er kostur
- Þekking á málefnum og starfi Rauða krossins er kostur
Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til 18. júní n.k. Sótt er um starfið á Alfreð.
Nánari upplýsingar veitir Kristrún Pétursdóttir, kristrun@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.