Almennar fréttir
Þjóðarhátíð í Súðavík
15. maí 2019
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum.
\r\n
Súðavík er fjölþjóðlegt sveitarfélag við Ísafjarðardjúp þar sem mannlíf er í miklum blóma . Þó íbúafjöldinn sé ekki mikill eða innan við 200 manns þá býr í sveitarfélaginu fólk frá þrettán þjóðlöndum. Þrettánda þjóðernið bættist í hópinn á síðasta ári þegar sveitarfélagið bauð 7 manna fjölskyldu frá Írak að flytjast til Súðavíkur í samvinnu við íslensk stjórnvöld og Rauða krossinn.
Síðastliðinn laugardag var blásið til Þjóðahátíðar í Súðavík þar sem íbúar kynntu sinn bakgrunn með því að bjóða upp á girnilega rétti frá heimalandinu. Sveitarfélagið og Rauði krossinn í Súðavík hafa um árabil haft samvinnu um að aðstoða íbúana við halda þessar þjóðahátíðir og eru þær alltaf vel sóttar.
Íbúarnir eiga mikið lof skilið fyrir sitt framlag við að halda þessar hátíðir og fagna á þennan hátt fjölbreytileikanum í samfélaginu.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.