Almennar fréttir
Þakklæti til stuðningsaðila
22. apríl 2022
Rauði krossinn á Íslandi vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem stutt hafa við söfnun félagsins vegna átakanna í Úkraínu.
„Almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld hafa stutt ötullega við bakið á okkur og við finnum fyrir mikilli velvild í samfélaginu“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
„Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) sem og landsfélög Rauða krossins koma aðstoð til þeirra sem á þurfa að halda og Rauði krossinn á Íslandi vinnur þétt með alþjóðahreyfingunni allri til að koma aðstoð til þolenda. Aðstæður innan Úkraínu eru krefjandi og flóknar og við höfum biðlað til allra aðila að virða alþjóðleg mannúðarlög, hlífa óbreyttum borgurum og virða merki Rauða krossins svo að lífsbjargandi aðstoð komist á leiðarenda“ segir Kristín. „Forsenda fyrir því að Rauði krossinn geti starfað er virðingin fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og að aðilum sé ljóst að hreyfingin tekur ekki afstöðu heldur hefur það eina verkefni að koma nauðsynlegri aðstoð til skila“ heldur hún áfram.
Allt að ein milljón einstaklinga hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum á fyrstu sex vikum átakanna en aðstoð við þolendur er
- Innan Úkraínu
- Beggja vegna landamæra, þar sem fólk reynir að leita skjóls
- Í nágrannalöndum Úkraínu sem og öðrum fjarlægari löndum
Sérstök áhersla er að ná til viðkvæmra hópa, s.s. fylgdarlausra barna, einstæðra foreldra, eldri borgara og fólks með fötlun.
Meira en 400.000 einstaklingar hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum í Úkraínu (URCS) og ICRC, með hjálpargögnum, heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning, matvæli, vatni, hreinlætisvörum til fólks í neyðarskýlum og aðstoð við sjálfviljugan brottflutning frá átakasvæðum.
„Í neyðarviðbrögðum sem þessum skiptir gríðarlega miklu máli að hugsa fram í tímann, reyna að kortleggja það sem ókortlagt er og hafa ráðdeild í ráðstöfun fjármuna. Við þurfum að búa okkur undir að átökin dragist á langinn og að við getum haldið okkar aðstoð áfram jafnvel þótt kastljós fjölmiðla muni mögulega beinast annað eftir því sem lengri tími líður líkt og við höfum séð annars staðar í heiminum“ segir Kristín.
IFRC hefur endurmetið fjárþörf sína til verkefna tengdum átökunum og þarf á 550.000.000 svissneskum frönkum að halda til að geta sinnt mannúðaraðstoð á svæðinu. Nú hafa safnast 101.900.150 svissneskir frankar svo ljóst er að þörfin er mikil.
Rauði krossinn á Íslandi hefur varið söfnunarfé sínu hingað til svona en enn er fjármagni óráðstafað og fer það eftir þörfum í nánustu framtíð.
- 65.600.000 kr. hafa farið til Úkraínu.
- Rauði krossinn í Úkraínu og ICRC eru með starfsemi þar líkt og lesa má hér að ofan.
- Rauði krossinn í Úkraínu og ICRC eru með starfsemi þar líkt og lesa má hér að ofan.
- 35.500.000 hafa farið til Rauða krossins í Moldóvu.
- Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins í Moldóvu hafa aðstoðað fólk á flótta m.a. á öllum landamærastöðvum og dreift heitum mat og drykk, grímum og hönskum til að koma í veg fyrir Covid-19 smit, bleyjum sem og veitt félagsskap og sálrænan stuðning.
- 40.000.000 eru eyrnarmerkt fyrir sendifulltrúa.
- Alls hafa átta sendifulltrúar farið til starfa í tengslum við átökin í Úkraínu og nú eru 5 sendifulltrúar að störfum í nágrannalöndum Úkraínu og a.m.k. einn á leið til Úkraínu á næstu vikum. Þau vinna m.a. að því að samræma aðgerðir tengdum sálrænum stuðningi, sinna störfum tengdum vernd, jafnrétti og þátttöku án aðgreiningar (PGI) og samfélagslegri þátttöku og ábyrgð (CEA). Rauði krossinn á Íslandi býst við því að enn fleiri sendifulltrúar muni fara til starfa á næstu vikum og mánuðum.
- Alls hafa átta sendifulltrúar farið til starfa í tengslum við átökin í Úkraínu og nú eru 5 sendifulltrúar að störfum í nágrannalöndum Úkraínu og a.m.k. einn á leið til Úkraínu á næstu vikum. Þau vinna m.a. að því að samræma aðgerðir tengdum sálrænum stuðningi, sinna störfum tengdum vernd, jafnrétti og þátttöku án aðgreiningar (PGI) og samfélagslegri þátttöku og ábyrgð (CEA). Rauði krossinn á Íslandi býst við því að enn fleiri sendifulltrúar muni fara til starfa á næstu vikum og mánuðum.
- 25.000.000 hafa verið eyrnarmerktar til starfs með flóttafólki hér á landi.
- Ljóst er að mikil þörf verður á aðstoð við hóp flóttafólks á næstu vikum og mánuðum og undirbýr Rauði krossinn sig fyrir að skala verkefni sín upp, m.a. félagsstarf í Ársskógum og á Vitatorgi í Reykjavík, stuðning við móttöku í sveitarfélögum víðs vegar um landið og fleira.
Kristín minnir á að Rauði krossinn er og verður til staðar - „gríðarleg vinna er framundan, ekki sér fyrir endann á átökunum og miklar skemmdir hafa verið unnar á byggingum og innviðum í landinu. Þótt óljóst sé hvenær uppbyggingin hefst að nýju er ljóst að Rauði krossinn er og verður til staðar - í Úkraínu, nágrannalöndum, hér á landi sem og um heim allan.“
Hér má lesa Operational Strategy IFRC
Hér má lesa um störf ICRC á vettvangi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.