Almennar fréttir
Terra Einingar styrkir Rauða krossinn á Íslandi
20. júlí 2023
Terra Einingar og Rauði krossinn á Íslandi munu á næstu dögum skrifa undir samstarfssamning er felur í sér styrk í formi húsnæðis undir starfssemi Ylju. Í verkefnið verða notaðar húseiningar frá Terra Einingum sem reistar verða fyrir Rauða krossinn undir samfélagsverkefni Rauða krossins sem ber nafnið Ylja.

Ylja örugga neyslurýmið er mikilvægt skref í þjónustu við fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Það byggir á hugmyndafræðinni um skaðaminnkun en í því felst að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar vímuefna, án þess endilega að draga úr notkun þeirra. Í rýminu munu einstaklingar 18 ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks.
Markmið Ylju er að lágmarka þörf einstaklinga til að neyta vímuefna á almannafæri og þannig koma í veg fyrir þann skaða sem vímuefnaneysla í óöruggum aðstæðum getur haft í för með sér. Má þar nefna sýkingar, blóðborna smitsjúkdóma og ofskammtanir. Ylja leggur einnig áherslu á að mynda traust, veita stuðning og viðhalda mannlegri reisn hjá notendum úrræðisins.
Verkefnið hófst 9.mars árið 2022 og var þá í sérútbúinn bíl sem var staðsettur í miðbæ Reykjavíkur en samningur Rauða krossins og Reykjavíkurborgar rann út í mars síðastliðnum. Verkefnið þarfnast stærra og betra húsnæðis og munu einingarnar frá Terra Einingum vera stórkostleg viðbót við þjónustu þeirra sem nýta sér neyslurýmið.
Terra Einingar er leiðandi fyrirtæki í einingalausnum. Hvort sem um ræðir byggingu skóla, leikskóla, skrifstofur, vinnubúðir, gistieiningar ásamt geymslueiningum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.