Almennar fréttir
Takk Mannvinir, sjálfboðaliðar og aðrir viðbragðsaðilar
21. desember 2020
Síðustu daga hefur Rauði krossinn opnað 3 fjöldahjálparstöðvar. Þetta gætum við gert ekki án Mannvina.
Síðustu daga hefur Rauði krossinn í Múlasýslu opnað 3 fjöldahjálparstöðvar: á Seyðisfirði, Egilsstöðum og Eskifirði. Þær á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru enn opnar fyrir fólk á svæðinu. Margir þurftu að yfirgefa húsin sín vegna aurskriða eins og við höfum öll fylgst með í fréttum. Tæplega 600 íbúar Seyðisfjarðar hafa komið í fjöldahjálparstöðvarnar eða skráð sig í gegnum Hjálparsímann 1717, en á neyðartímum er síminn nýttur sem upplýsingasími. Við minnum á að Hjálparsíminn og netspjallið er opið allan sólahringinn og má hver sem hafa samband.
Eitt það mikilvægasta við fjöldahjálparstöðvar er sálræni stuðningurinn sem fólk finnur fyrir með því að koma saman. Einnig eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sérþjálfaðir í að veita áfallahjálp.
Í fjöldahjálparstöðvum er hvíldaraðstaða, matur og kaffi í boði og hvetur Rauða krossinn fólk á svæðinu til að nýta sér þessa aðstoð eins mikið og það þarf. Einnig getur fólk sem vantar fengið föt í fjöldahjálparstöðinni á Egilsstöðum.
Opnun fjöldahjálparstöðva er hluti af neyðarvörnum Rauða krossins. Að opna fjöldahjálparstöðvar krefst mikils skipulags og fá sjálfboðaliðar okkar reglulega þjálfun í að bregðast við þegar áföll dynja yfir. Auk þess eru fulltrúar Rauða krossins starfandi í Aðgerðastjórn á Egilsstöðum og í Samhæfingastöðinni í Skógarhlíð.
Við sendum okkar hlýjustu kveðjur austur og þökkum sjálfboðaliðum fyrir austan og einnig þeim sjálfboðaliðum sem komu að norðan til að aðstoða fyrir þeirra vinnu.
Mynd: Vísir.is
Mynd: fréttablaðið.is
Mynd: RÚV
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.