Almennar fréttir

Takk fyrir stuðninginn!

11. október 2022

Verum vinir - Mannvinasöfnun Rauða krossins sem var í beinni útsendingu síðasta föstudag á RÚV gekk vonum framar. 1800 Mannvinir hafa bæst í hópinn og tæplega 400 einstaklingar og fyrirtæki gáfu staka styrki, alls 27 milljónir. Við viljum þakka kærlega fyrir þessi jákvæðu viðbrögð og hlýhug í garð Rauða krossins.

Rauði krossinn vill þakka sjálfboðaliðum í símaveri, RÚV, Vodafone, skemmtikröftum og öðrum sem komu að gerð þáttarins fyrir frábært samstarf. Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið og horfðu á þáttinn. 

Með stuðningi íslenskra stjórnvalda og Mannvina mun Rauði krossinn senda systurfélögum sínum í löndum Austur Afríku 50 milljónir króna sem kemur til aðstoðar íbúa í þessum heimshluta sem eru að takast á við mikla þurrka og hungursneyð sem óttast er að verði ein sú versta í 40 ár. 

Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Mannvina og allra sem komu að þættinum eins og kynna kvöldsins, skemmtikraftar og tónlistarfólk, starfsfólk RÚV og Vodafone.