Almennar fréttir
Takk fyrir stuðninginn!
11. október 2022
Verum vinir - Mannvinasöfnun Rauða krossins sem var í beinni útsendingu síðasta föstudag á RÚV gekk vonum framar. 1800 Mannvinir hafa bæst í hópinn og tæplega 400 einstaklingar og fyrirtæki gáfu staka styrki, alls 27 milljónir. Við viljum þakka kærlega fyrir þessi jákvæðu viðbrögð og hlýhug í garð Rauða krossins.
Rauði krossinn vill þakka sjálfboðaliðum í símaveri, RÚV, Vodafone, skemmtikröftum og öðrum sem komu að gerð þáttarins fyrir frábært samstarf. Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið og horfðu á þáttinn.
Með stuðningi íslenskra stjórnvalda og Mannvina mun Rauði krossinn senda systurfélögum sínum í löndum Austur Afríku 50 milljónir króna sem kemur til aðstoðar íbúa í þessum heimshluta sem eru að takast á við mikla þurrka og hungursneyð sem óttast er að verði ein sú versta í 40 ár.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Mannvina og allra sem komu að þættinum eins og kynna kvöldsins, skemmtikraftar og tónlistarfólk, starfsfólk RÚV og Vodafone.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.