Almennar fréttir
Sumarstörf hjá Rauða krossinum
05. maí 2021
Við leitum að hörkuduglegum, samviskusömum og drífandi einstaklingum til að sinna fjáröflun og kynningarstarfi fyrir Rauða krossinn í sumar.
Við leitum að hörkuduglegum, samviskusömum og drífandi einstaklingum til að sinna fjáröflun og kynningarstarfi fyrir Rauða krossinn í sumar. Umsóknarfrestur er til 11. maí.
Vinnutími er á milli klukkan 13 og 18 alla virka daga en starfið felst í að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða einstaklingum að gerast styrktaraðilar félagsins.
Götukynnar þurfa að hafa mjög góða samskiptahæfni, vera jákvæðir, samviskusamir, áreiðanlegir og áhugasamir um verkenfi Rauða krossins. Auk þess er reynsla af sölumennsku kostur. Við bendum á að eingöngu einstaklingar 18 ára og eldri koma til greina.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.