Almennar fréttir
Sumarstörf hjá Rauða krossinum
05. maí 2021
Við leitum að hörkuduglegum, samviskusömum og drífandi einstaklingum til að sinna fjáröflun og kynningarstarfi fyrir Rauða krossinn í sumar.
Við leitum að hörkuduglegum, samviskusömum og drífandi einstaklingum til að sinna fjáröflun og kynningarstarfi fyrir Rauða krossinn í sumar. Umsóknarfrestur er til 11. maí.
Vinnutími er á milli klukkan 13 og 18 alla virka daga en starfið felst í að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða einstaklingum að gerast styrktaraðilar félagsins.
Götukynnar þurfa að hafa mjög góða samskiptahæfni, vera jákvæðir, samviskusamir, áreiðanlegir og áhugasamir um verkenfi Rauða krossins. Auk þess er reynsla af sölumennsku kostur. Við bendum á að eingöngu einstaklingar 18 ára og eldri koma til greina.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.