Almennar fréttir
Styrkur frá N1
10. desember 2018
Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna
Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna. Það voru starfsmenn fyrirtækisins sem völdu verkefnið. Ákvörðun um að N1 myndi ekki senda jólagjafir til fyrirtækja í ár var tekin fyrir nokkru og var þess í stað ákveðið að auka styrki til góðgerðarmála. Starfsmenn fyrirtækisins um land allt sendu inn tillögur að málefni fyrir jólastyrkinn og varð niðurstaðan eftir tilnefningar ríflega 200 starfsmanna sú að styrkja þrjú málefni um þrjár milljónir króna og var Frú Ragnheiður eitt af þeim verkefnum.
Rauði krossinn þakkar N1 kærlega fyrir þetta framlag til verkefnisins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.