Almennar fréttir
Styrkur frá N1
10. desember 2018
Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna
Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna. Það voru starfsmenn fyrirtækisins sem völdu verkefnið. Ákvörðun um að N1 myndi ekki senda jólagjafir til fyrirtækja í ár var tekin fyrir nokkru og var þess í stað ákveðið að auka styrki til góðgerðarmála. Starfsmenn fyrirtækisins um land allt sendu inn tillögur að málefni fyrir jólastyrkinn og varð niðurstaðan eftir tilnefningar ríflega 200 starfsmanna sú að styrkja þrjú málefni um þrjár milljónir króna og var Frú Ragnheiður eitt af þeim verkefnum.
Rauði krossinn þakkar N1 kærlega fyrir þetta framlag til verkefnisins.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.