Almennar fréttir
Styrkur frá duglegum krökkum í Skaftárhreppi
20. mars 2019
Söfnuðu peningnum með gangandi hlutaveltu en þau höfðu safnað ýmsum hlutum sem þau notuðu sem vinninga
Rauða krossinum barst peningagjöf frá nokkrum duglegum krökkum í Skaftárhreppi nýlega. Þau söfnuðu peningnum með gangandi hlutaveltu en þau höfðu safnað ýmsum hlutum sem þau notuðu sem vinninga.
Þau söfnuðu samtals 2.200 kr. sem þau vildu að yrði notaður til að hjálpa bágstöddum börnum í útlöndum. Peninginn afhentu þau gjaldkera Klausturdeildar, Sólveigu Ólafsdóttur.
Á myndinni eru, frá vinstri: Ásgeir Marinó Harðarson, Bríet Sunna Bjarkadóttir, Sólveig Ólafsdóttir gjaldkeri, Iðunn Kara Davíðsdóttir og Sverrir Máni Harðarson.
Kunnum við þeim kærar þakkir fyrir framlagið.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.