Almennar fréttir
Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla
17. maí 2021
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs með flóttafólki, sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir.
Það var Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, sem veitti styrknum viðtöku á tjarnarbakkanum:
Um leið og við óskum 10. bekkingum í Tjarnarskóla til hamingju með góðan árangur í Fjármálaleikunum þökkum við þeim kærlega fyrir þann hlýhug og stuðning sem þau sína Rauða krossinum og okkar mikilvægu verkefnum.
Stuðningur sem þessi er ómetanlegur fyrir starfið okkar enda eru það stórar jafnt sem smáar upphæðir sem gera okkur kleift að halda úti verkefnum fyrir hópa sem ekki hafa greiðan aðgang að íslensku samfélagi. Þannig byggjum við mikilvægar brýr á milli menningarheima og gerum heiminn betri fyrir okkur öll.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.