Almennar fréttir
Styrkir veittir til verkefna Rauða krossins úr Lýðheilsusjóði
27. mars 2019
Fjögur verkefni Rauða krossins hlutu styrki úr sjóðnum
Föstudaginn 19. mars úthlutaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styrkjum úr lýðheilsusjóði og hlutu 4 verkefni Rauða krossins styrki. Hjálparsíminn 1717 og netspjall Rauða krossins hlaut 1,5 milljónir, verkefni Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar sem kallast Tækifæri hlaut hálfa milljón sem og verkefni Reykjavíkurdeildar í skaðaminnkun, Frú Ragnheiður, auk þess sem að verkefni Kópavogsdeildar sem kallast Félagsvinir eftir afplánun hlaut 250 þúsund kr. styrk.
Verkefnin sem hlutu styrki eiga það öll sameiginlegt að tengjast lýðheilsu þrátt fyrir að vera ólík í eðli sínu. Mikilvægi Hjálparsímans 1717 hefur sannað sig en á hverju ári berast um 15 þúsund samtöl á borð hans og segja má að ekkert vandamál sé of stórt eða lítið fyrir 1717. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og er gjaldfrjáls og í boði fyrir alla. Frú Ragnheiður er sérútbúinn bíll sem sjálfboðaliðar Rauða krossins aka um götur borgarinnar og veita skaðaminnkandi heilbrigðis og nálaskiptaþjónustu. Tækifæri kallast verkefni Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar sem er ætlað til að hjálpa ungum einstaklingum sem ekki eru í vinnu eða námi að komast aftur út í samfélagið. Félagsvinir eftir afplánun er tiltölulega nýtt verkefni sem snýr að því að styðja hópa einstaklinga eftir afplánun við að sækja aðstoð sem er í boði.
Nánar má lesa um verkefnin hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.