Almennar fréttir
Stjórnarfundur hjá Alþjóðasambandi Rauða krossins
17. maí 2023
Stjórnarfundur Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans var haldinn í seinustu viku. Þar áttum við Íslendingar okkar fulltrúa, en Ragna Árnadóttir er hluti af stjórninni og verður það til ársins 2026.
Stjórnarfundur Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) fór fram í höfuðstöðvum sambandsins í Genf dagana 8.-11. maí síðastliðinn. Stjórnarfundir eru að jafnaði haldnir tvisvar sinnum á ári og þessi var sá 47. frá stofnun Alþjóðasambandsins.
Rauði krossinn á Íslandi hlaut kjör í stjórn sambandsins á aðalfundi þess hinn 19. júní 2022 og var fulltrúi okkar, Ragna Árnadóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum um árabil og fyrrverandi varaformaður félagsins, viðstödd fundinn. Hún situr í stjórninni sem almennur stjórnarmaður og sjálfboðaliði til ársins 2026, en hefur jafnframt verið skipuð í sérstakan starfshóp innan stjórnarinnar um góða stjórnarhætti.
Á fundinum ræddi stjórnin meðal annars um verkefni og starf félagsins síðan á síðasta fundi í október síðastliðnum, þar á meðal starf hreyfingarinnar vegna átakanna í Úkraínu, jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og átakanna í Súdan. Þá fjallaði stjórnin um áherslur félagsins hvað varðar samvinnu á alþjóðavettvangi í þágu mannúðar sem og heilbrigði í víðum skilningi í kjölfar heimsfaraldurs.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.