Almennar fréttir

Starfsmaður óskast á Hjálparsíma Rauða krossins

06. febrúar 2019

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir ráðgjafa til starfa á Hjálparsíma Rauða krossins.

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir ráðgjafa til starfa á Hjálparsíma Rauða krossins. Um tímavinnu er að ræða í dagvinnu, að jafnaði á bilinu 80-90 klukkustundir í mánuði. Við þetta bætast bakvaktir samkvæmt bakvaktaplani, 1-2 vikur í mánuði. Starfið er hægt að vinna hvort heldur sem er í Reykjavík eða á Akureyri.

Starfið felur í sér virka hlustun og ráðgjöf við innhringjendur Hjálparsímans og netspjallsins 1717.is, auk stuðnings við sjálfboðaliða Hjálparsímans.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi VR við SA.

Sandra Björk Birgisdóttir verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins veitir frekari upplýsingar um starfið. Umsókn með ferilskrá sendist á starf@redcross.is fyrir mánudaginn 18. febrúar.