Almennar fréttir
Sóttvarnarhús opnar að nýju í dag
14. júní 2020
Rauði krossinn opnar að nýju sóttavarnarhús við Rauðarárstíg í dag en einnig munu verða opnuð sóttvarnarhús á Akureyri og Egilsstöðum.
Rauði krossinn opnar að nýju sóttavarnarhús við Rauðarárstíg í dag. Sjúkratryggingar Íslands hafa einnig óskað eftir því að Rauði krossinn sjái um rekstur á slíkum húsum á Akureyri og Egilsstöðum en sóttvarnarhús var opnað í stuttan tíma í mars á Akureyri .
Rauði krossinn lokaði sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg í maí en mun nú starfrækja það að nýju þegar landamæri opnast. Fyrst um sinn munu sjálfboðaliðar sjá um vaktir í húsinu líkt og síðastliðna mánuði.
„Sjálfboðaliðar og starfsfólk er tilbúið til að sinna þessu sem verkefni, sem var og er krefjandi. Það gekk afar vel í vetur og ég þess fullviss að svo verði líka nú“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.