Almennar fréttir
Söfnun fyrir Palestínu lokið
02. júní 2021
Þann 11. maí sl. hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað söfnun fyrir íbúa Palestínu og er henni nú lokið. Alls söfnuðust tæplega 11 milljónir frá almenningi og deildum félagsins.
Þann 11. maí sl. hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað söfnun fyrir íbúa Palestínu og er henni nú lokið. Alls söfnuðust tæplega 11 milljónir frá almenningi og deildum félagsins. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu söfnuninni lið - bæði fyrir fjárframlögin en líka sérstaklega þakka þeim er deildu fréttum Rauða krossins á samfélagsmiðlum varðandi erfiðar aðstæður íbúa Palestínu, sem skiptir ekki síður miklu máli fyrir eins mikilvægt málefni.
Í kjölfar neyðarsöfnunarinnar mun Rauði krossinn á Íslandi senda samtals 42 milljónir króna til systurfélags síns í Palestínu. Með stuðningi Mannvina getur Rauði krossinn lagt í heildina rúmar 20 milljónir til viðbótar því sem hefur safnast frá almenningi og deildum félagsins og að auki nýtt 11 milljónir af rammasamningi félagsins við utanríkisráðuneytið.
Fjármagnið sem Rauði krossinn sendir til Palestínu mun annars vegar nýtast til að svara neyðarkalli palestínska Rauða hálfmánans vegna ástandsins undanfarnar vikur. Hins vegar mun fjárframlagið tryggja áframhaldandi sálfélagslegan stuðning í Palestínu, einkum fyrir börn og ungmenni, en Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt verkefnið í hartnær 20 ár, ásamt systurfélagi sínu í Danmörku.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins segir að söfnunin hafi gengið vel. „Við erum óskaplega þakklát öllum þeim sem lögðu söfnuninni lið. Með sameiginlegu átaki náum við að koma þeim verst stöddu í Palestínu til hjálpar. Við hjá Rauða krossinum þökkum almenningi, Mannvinum og utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn af heilum hug.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.