Almennar fréttir
Söfnuðu fyrir hjálparstarf Rauða krossins
01. september 2022
Í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hefur þemaverkefnið Þorpið verið haldið reglulega síðan 2013. Þá daga sem Þorpið er breytist skólinn í fríríki þar sem ýmis fyrirtæki eru stofnuð. Nemendur sækja vinnu og fá laun fyrir vinnu sína í gjaldmiðli Þorpsins. Í lok verkefnisins heimsækja bæjarbúar fríríkið og kaupa þjónustu og ýmsan varning. Hagnaður varð af verkefninu í vor og því ljóst að hægt væri að gefa hluta hans til í gott málefni. Hjálparstarf Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu varð fyrir valinu enda þörfin mikil. 7.bekkur fékk það hlutverk að afhenta gjöfina að upphæð 150.000 kr.
Við þökkum þessum duglegu börnum í Þorlákshöfn kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.