Almennar fréttir

Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu

26. ágúst 2024

Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.

Strákarnir söfnuðu alls 39.900 krónum með því að halda tombólu, safna dósum og moka snjó.

Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson komu í heimsókn til okkar í síðustu viku og afhentu afraksturinn af söfnun sem þeir höfðu staðið fyrir.

Strákarnir söfnuðu alls 39.900 krónum með því að halda tombólu, safna dósum og moka snjó í Laugardalnum í Reykjavík. Með gjöf sinni vildu þeir styðja börn í Úkraínu og í Palestínu.

Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar!