Almennar fréttir
Söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnunar Rauða krossins
01. desember 2023
Þeir Darri Þór Gústafsson, Garðar Freyr Gunnlaugsson og Kristinn Þór Sigurðsson, gengu í hús og söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnunar Rauða krossins vegna jarðhræringa í Grindavík.

Þeir söfnuðu samtals 46.000 kr. Kids Coolshop ætlar að styrkja þá í söfnuninni og endar því upphæðin í 100.000 kr.
Við þökkum þessum duglegu strákum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Hægt er að styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.