Almennar fréttir
Söfnuðu dósum til að styrkja söfnun fyrir Grindvíkinga
13. desember 2023
Fjórir strákar úr skátafélaginu Skjöldungar söfnuðu dósum fyrir meira en 50 þúsund krónur til að styrkja Grindvíkinga.

Vinirnir Róbert Ómar Þorsteinsson, Einar Ottó Grettisson, Kjartan Pétur Hannesson og Mikael Theodór Jóhannsson úr skátafélaginu Skjöldungar gengu í hús og söfnuðu dósum af miklum dugnaði í Langholtshverfi undanfarnar vikur til að styðja söfnun Rauða krossins vegna jarðhræringanna við Grindavík.
Strákarnir vildu láta gott af sér leiða og þegar þeir sáu erfiðleikana sem íbúar Grindavíkur hafa þurft að ganga í gegnum undanfarið ákváðu þeir að styrkja söfnunina. Þeir komu svo á skrifstofu Rauða krossins í gær og afhentu afraksturinn af vinnu sinni, en þeir náðu að safna heilum 51.442 krónum.
Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.