Almennar fréttir
Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn
17. mars 2023
Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.
Vinkonurnar Auður Erna Ragnarsdóttir og Sigríður Dúa Brynjarsdóttir, sem eru 13 ára, söfnuðu fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu á foreldraviðtalsdegi í Langholtsskóla í Reykjavík í febrúar. Þær afhentu okkur afraksturinn svo fyrr í vikunni.
Stelpurnar náðu að safna heilum 50 þúsund krónum og við þökkum þeim kærlega fyrir dugnaðinn, stuðninginn og framlag þeirra til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.