Almennar fréttir
Skiptifatamarkaður Rauða krossins og ÍR
27. mars 2019
Á laugardaginn næstkomandi mun ÍR leggja markaðnum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn.
Rauði krossinn í Reykjavík hefur nú í tvö ár haldið mánaðarlega skiptifatamarkaði með barnaföt í Gerðubergi í Breiðholti sem mælst hafa vel fyrir meðal barnafólks í hverfinu. Á laugardaginn næstkomandi verður nýbreytni upp á teningnum þar sem ÍR, Íþróttafélag Reykjavíkur mun leggja viðburðinum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn. Einnig mun ÍR auglýsa viðburðinn til sinna iðkenda og foreldra þeirra.
Við bjóðum allt barnafólk velkomið á viðburðinn, sem fer þannig fram að hægt að koma með hreinar og heilar flíkur sem nýtast ekki lengur þinni fjölskyldu og skipta fyrir föt í réttum stærðum. Börnin stækka hratt og það er gott að geta komið flíkum sem í lagi er með í notkun annarsstaðar – og vonandi fundið eitthvað sem passar á móti. Viðburðurinn fer fram í menningarhúsinu Gerðubergi frá 1-3 laugardaginn 30. mars.
Hægt er að lesa nánar um viðburðinn hér.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.