Almennar fréttir
Skiptifatamarkaður Rauða krossins og ÍR
27. mars 2019
Á laugardaginn næstkomandi mun ÍR leggja markaðnum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn.
Rauði krossinn í Reykjavík hefur nú í tvö ár haldið mánaðarlega skiptifatamarkaði með barnaföt í Gerðubergi í Breiðholti sem mælst hafa vel fyrir meðal barnafólks í hverfinu. Á laugardaginn næstkomandi verður nýbreytni upp á teningnum þar sem ÍR, Íþróttafélag Reykjavíkur mun leggja viðburðinum lið með því að beina óskilamunum frá starfsstöðvum félagsins á markaðinn. Einnig mun ÍR auglýsa viðburðinn til sinna iðkenda og foreldra þeirra.
Við bjóðum allt barnafólk velkomið á viðburðinn, sem fer þannig fram að hægt að koma með hreinar og heilar flíkur sem nýtast ekki lengur þinni fjölskyldu og skipta fyrir föt í réttum stærðum. Börnin stækka hratt og það er gott að geta komið flíkum sem í lagi er með í notkun annarsstaðar – og vonandi fundið eitthvað sem passar á móti. Viðburðurinn fer fram í menningarhúsinu Gerðubergi frá 1-3 laugardaginn 30. mars.
Hægt er að lesa nánar um viðburðinn hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.