Almennar fréttir
Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2021
04. maí 2021
Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins á Íslandi 2021 fer fram laugardaginn 8. maí sem er alþjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2021 fer fram laugardaginn 8. maí. Þingið verður það þriðja sem félagið heldur en Rauði krossinn hefur staðið fyrir slíkum viðburðum annað hvert ár frá árinu 2017. Að þessu sinni fer þingið fram á alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmánans en dagurinn er helgaður sjálfboðaliðum hreyfingarinnar um heim allan.
Vegna gildandi samkomutakmarkana verður þingið að þessu sinni haldið í beinu streymi á netinu og er því öllum aðgengilegt. Útsendingin hefst klukkan 10 á laugardagsmorgun og stendur fram eftir degi en dagskrá þingsins má sjá hér fyrir neðan. Við hvetjum alla sjálfboðaliða félagsins og önnur áhugasöm um starfsemi Rauða krossins til að fylgjast með.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.