Almennar fréttir

Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2021

04. maí 2021

Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins á Íslandi 2021 fer fram laugardaginn 8. maí sem er alþjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2021 fer fram laugardaginn 8. maí. Þingið verður það þriðja sem félagið heldur en Rauði krossinn hefur staðið fyrir slíkum viðburðum annað hvert ár frá árinu 2017. Að þessu sinni fer þingið fram á alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmánans en dagurinn er helgaður sjálfboðaliðum hreyfingarinnar um heim allan.

Vegna gildandi samkomutakmarkana verður þingið að þessu sinni haldið í beinu streymi á netinu og er því öllum aðgengilegt. Útsendingin hefst klukkan 10 á laugardagsmorgun og stendur fram eftir degi en dagskrá þingsins má sjá hér fyrir neðan. Við hvetjum alla sjálfboðaliða félagsins og önnur áhugasöm um starfsemi Rauða krossins til að fylgjast með. 

\"SJALFBODALIDAThING-RAUDA-KROSSINS-final\"