Almennar fréttir
Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2021
04. maí 2021
Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins á Íslandi 2021 fer fram laugardaginn 8. maí sem er alþjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2021 fer fram laugardaginn 8. maí. Þingið verður það þriðja sem félagið heldur en Rauði krossinn hefur staðið fyrir slíkum viðburðum annað hvert ár frá árinu 2017. Að þessu sinni fer þingið fram á alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmánans en dagurinn er helgaður sjálfboðaliðum hreyfingarinnar um heim allan.
Vegna gildandi samkomutakmarkana verður þingið að þessu sinni haldið í beinu streymi á netinu og er því öllum aðgengilegt. Útsendingin hefst klukkan 10 á laugardagsmorgun og stendur fram eftir degi en dagskrá þingsins má sjá hér fyrir neðan. Við hvetjum alla sjálfboðaliða félagsins og önnur áhugasöm um starfsemi Rauða krossins til að fylgjast með.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.