Almennar fréttir

Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2019

10. maí 2019

Sjálfboðaliðaþing Rauða kross Íslands var haldið í annað sinn síðustu helgi og heppnaðist það virkilega vel að sögn skipuleggjenda.

Sjálfboðaliðaþing Rauða kross Íslands var haldið í annað sinn síðustu helgi og heppnaðist það virkilega vel að sögn skipuleggjenda. Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins er haldið annað hvert ár og er tilgangur þess að efla starfið og miðla reynslu, sem er liður í samhæfingu sem leiðir til markvissara starfs.

Settar voru á fót málstofur sem meðal annars fóru fram í fjöldahjálpartjöldum sem sett voru upp á bílaplani Rauða krossins. Þar var rætt um verkefni sem sjálfboðaliðar Rauða krossins taka þátt í, sem flestar deildir eru með í gangi. Rædd voru mál sem brenna á hverju sinni, ásamt því að skipst var á reynslu deilda í verkefnum sjálfboðaliðanna, t.d. um hvað hefur reynst vel og hvað megi betur fara.

Í lokin voru svo haldnir Ólympískir leikar Rauða krossins þar sem keppt var í hinum ýmsu greinum sem snúa að starfi félagsins, sem enduðu með veglegri verðlaunaafhendingu. 


\"IMG_3897\"

\"IMG_4610\"

\"IMG_4610\"\"IMG_3926\"