Almennar fréttir

Sjálfboðaliðar Rauða krossins kallaðir út vegna flugslyssins í Fljótshlíð

11. júní 2019

 

\r\n

Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi var kallaður út 9. júní vegna alvarlegs flugslys í Fljótshlíð.

Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi var kallaður út 9. júní vegna alvarlegs flugslys í Fljótshlíð. Þrír sjálfboðaliðar fóru í útkallið og fjórir til viðbótar voru í viðbragðsstöðu í húsnæði Rauða krossins á Selfossi ef á þyrfti að halda. Auk þess sem tveir fulltrúar Rauða krossins í aðgerðastjórn sátu vaktina í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. 

Sjálfboðaliðar Rauða krossins eiga mikið þakklætishrós skilið fyrir að vera ávallt í viðbragðsstöðu og vera skjótir af stað þegar á reynir.