Almennar fréttir
Sjálfboðaliðar í fataverkefni Rauða krossins óskast! // Volunteers for clothing stores/sorting wanted!
14. maí 2019
Viltu láta gott af þér leiða í sumar og starfa sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum? Hefur þú áhuga á umhverfismálum? Hefur þú áhuga á tísku?
English below
Viltu láta gott af þér leiða í sumar og starfa sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum? Hefur þú áhuga á umhverfismálum? Hefur þú áhuga á tísku?
Okkur vantar bæði lipurt búðarstarfsfólk í Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu og kraftmikla fataflokkara.
Komdu til liðs við stærstu fatakeðju á Íslandi! Með gífurlega fjölbreytt úrval sem stuðlar að umhverfisvænni neysluvenjum, endurnýtingu og lengri líftíma fatnaðar.
Rauðakrossbúðirnar eru ein helsta fjáröflun Rauða krossins á Íslandi og reka 14 verslanir um land allt, þar af 5 á höfuðborgarsvæðinu.
Smelltu á þráðinn hér fyrir neðan til að sækja um sjálfboðaliðastarf og skrifaðu „fataverslanir/fataflokkun“ í athugarsemdarreitinn.
https://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi
Do you want to help better our community this summer and work as a volunteer at the Icelandic Red Cross? Are you interested in environmental issues? Are you interested in fashion?
We need both agile shopworkers at the Red Cross clothing stores and staff to handle clothing sorting.
Join the largest fashion chain in Iceland that promote environmentally friendly consumption habits!
The Red Cross clothing project is Red Cross‘s main fundraiser in Iceland. Today there are 14 stores all over the country, including 5 in the capital area.
Click on the link below to apply, and write ‘‘clothing stores/sorting‘‘ in the comment field.
https://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.