Almennar fréttir
Sjálfbærnisjóður Rauða krossins hlýtur styrk
16. júní 2020
Rauði krossinn hlaut í dag styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka
Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls voru veittar 30 milljónir króna til 13 verkefna. Sjóðnum bárust 230 umsóknir.
Rauði krossinn mun nú hefja vinnu við sjálfbærnisjóð félagsins í samvinnu við Circular solutions.
Sjálfbærnisjóði Rauða krossins á Íslandi er ætlað að stuðla að sjálfbærri fjármögnun verkefna í þróunarsamvinnu Rauða krossins á Íslandi, auka fjármögnun einkageirans í þróunarverkefnum á vegum Rauða krossins sem hafa jákvæð áhrif í baráttu við loftlagsvánna, stuðla að sjálfbærni og raungera Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Unnin verður ferla- og fýsileikagreining á áhrifum verkefnanna og hvernig stuðningur við verkefni Rauða krossins getur sparað losun gróðurhúsalofttegunda ásamt því að hafa önnur umhverfisleg- og/eða félagsleg áhrif. Styrktaraðilar sjóðsins, þ.e. fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja verkefni Rauða krossins á þessum nýju forsendum, eiga geta treyst að styrkveitingin spari t.d. ákveðinn fjölda tonna CO2 í losun gróðurhúsalofttegunda eða hafi önnur félagsleg áhrif. Þá verður skoðaður fýsileiki þess að nýta áhrif þessara verkefna Rauða krossins til kolefnisjöfnunar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Með stofnun Sjálfbærnisjóðs Rauða krossins á að gjörbylta nálgun á fjáröflun og fjárstuðning til verkefna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.