Almennar fréttir
Silja Bára R. Ómarsdóttir nýr formaður Rauða krossins á Íslandi
21. maí 2022
Silja Bára R. Ómarsdóttir nýr formaður Rauða krossins á Íslandi
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fór fram á Grand hótel í dag. Aðalfundarfulltrúar frá 16 deildum víðsvegar um landið mættu.
Ný stjórn var kjörin og tekur Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, við sem formaður félagsins af Sveini Kristinssyni sem gegnt hefur formennsku sl. 8 ár.
Varaformaður Rauða krossins var kjörin Sigríður Stefánsdóttir.
Þá voru þau Ívar Kristinsson, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, Sigurjón Haukur Valsson, Símon Friðrik Símonarson og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir kjörin í stjórn. Áfram sitja í stjórninni þau Baldur Steinn Helgason, Elín Ósk Helgadóttir, Gréta María Grétarsdóttir og Sveinn Þorsteinsson. Varamenn voru kjörin Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir og Unnsteinn Ingason.

Á myndinni eru þær Sigríður Stefánsdóttir og Silja Bára R. Ómarsdóttir.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.