Almennar fréttir
Sendifulltrúi til Nígeríu
21. febrúar 2019
Mun starfa í matsteymi Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC) og stýra birgðastjórnun fyrir skrifstofu sambandsins í Abuja.
Sendifulltrúinn Baldur Steinn Helgason hélt í síðustu viku af stað í FACT mission til Nígeríu. Þar mun hann starfa í matsteymi Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC) og stýra birgðastjórnun fyrir skrifstofu sambandsins í Abuja. Verkefnið tengist neyðarviðbrögðum vegna flóða sem urðu í mið- og suðurhluta Nígeríu á síðasta ári.
Baldur er þróunar- og skipulagsfræðingur og hefur verið á Veraldarvakt Rauða krossins í rúman áratug eða frá 2005 og hefur komið að fjölda verkefna á vegum Rauða krossins á þessum árum. Hann hefur víðtæka þjálfun og þekkingu á þessu sviði og hefur Rauði krossinn notið góðs af störfum hans m.a. í verkefnum í Indónesíu, Níger, Malí.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.