Almennar fréttir
Sendifulltrúar við störf í Bangladess
04. janúar 2019
Í október á síðasta ári fóru Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingar, í sínar fyrstu starfsferðir sem sendifulltrúar fyrir Rauða krossinn. Þær fóru til Cox Bazar í Bangladess þar sem þær störfuðu fram að jólum en alls hafa 26 sendifulltrúar á vegum Rauða krossins starfað við neyðartjaldsjúkrahús í kjölfar fólkflutnings yfir 900.000 Róhingja frá Mjanmar til Bangladess.
Í október á síðasta ári fóru þær Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingar, í sínar fyrstu starfsferðir sem sendifulltrúar fyrir Rauða krossinn. Þær fóru til Cox Bazar í Bangladess þar sem þær störfuðu fram að jólum en alls hafa 26 sendifulltrúar á vegum Rauða krossins starfað við neyðartjaldsjúkrahús í kjölfar fólkflutnings yfir 900.000 Róhingja frá Mjanmar til Bangladess. Ingibjörg er komin heim eftir vel lukkaða ferð sem hún segir að hafi verið ótrúlega lífsreynslu.
Aðspurð um hvað var eftirminnilegast sagði hún að 9 ára stelpa sem hún hlúði að sé henni enn ofarlega í huga. Hún býr í flóttamannabúðunum í Cox Bazar og lenti í umferðarslysi þegar hún þurfti að fara yfir götu til þess að kaupa sér banana. Eftir slysið var brjóstkassi hennar illa farinn og var farið með hana á neyðartjaldsjúkrahús Rauða krossins sem er á þessu svæði. Við nánari skoðun kom í ljós að stúlkan var með nokkur brotin rifbein, skurði og mar. Starfsfólk Rauða krossins tók á móti henni, framkvæmdi á henni aðgerð og hlúði að meiðslum hennar. Hún lá á barnadeild í rúma viku og fór svo heim til sín aftur. Hún samþykkti að myndin að ofan væri tekin af henni þar sem hún fær meðferð vegna beinbrotanna.
Ákveðið var að sjúkrahúsið starfi út árið 2018 vegna þess hve þörfin er mikil en almennt eru neyðartjaldsjúkrahús aðeins sett upp til afar skamms tíma. Sjúkrahúsið hefur veitt rúmlega 52.000 einstaklingum aðstoð síðan í október 2017. Af þessu er ljóst að mikil þörf er á því að halda úti starfandi neyðarsjúkrahúsi á þessu svæði þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna er á þessu svæði sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Frá og með 1. janúar 2019 mun Rauð hálfmáninn taka við rekstri spítalans og verður honum breytt í almenna heilsugæslu til að halda þessari lífsnauðsynlegu aðstoð áfram.
Á myndinni má sjá Ingibjörgu, Kolbrúnu ásamt Jóhönnu Elísabetu Jónsdóttur sem einnig starfaði við Cox Bazar neyðartjaldsjúkrahúsið í nóvember.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.