Almennar fréttir
Sendifulltrúar til Ghana
04. mars 2019
Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins sem heitir Brúun hins stafræna bils
Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka, og Árdís Björk Jónsdóttir, starfsmaður Sýnar, héldu til Ghana um liðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins Brúun hins stafræna bils sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans svo þau verði fær um að sinna hjálparstarfi sínu á skilvirkari og árangursríkari hátt. Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk sitt, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.