Almennar fréttir
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
08. júní 2023
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT - International Mobilization and Preparation for ACTion, sem haldið verður dagana 8. - 13. október.
Þátttaka á sendifulltrúanámskeiðið er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða kross Íslands á alþjóðavettvangi
Námskeiðið er tvíþætt. Fer fyrri hluti þess fer fram á netinu en seinni hlutinn verður haldinn vikuna 8 – 13 október 2023 utan höfuðborgarsvæðis og er krafst 24/7 viðveru alla námskeiðsdaganna. Alls verðar 25 umsækjendur valdir inn á námskeiðið sem er alþjóðlegt og fer fram á ensku.
Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði og færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur. Þátttökugjald er 85.000 kr. Óafturkræft forfallagjald er 30.000 kr.
Umsóknum skal skila inn með því að fylla út IMPACT umsóknarform á heimasíðu Rauða krossins fyrir 12. júní 2023.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði má finna hér og einnig með því að hafa samband við Önnu Bryndísi Hendriksdóttur verkefnastjóri sendifulltrúamála á netfangið annab@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.