Almennar fréttir
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
01. nóvember 2024
Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Vinkonurnar Karen, Aníta Ósk, Eva Sól og Þórunn Gunný eru handlagnar og duglegar að perla. Þær ákváðu að ganga í hús í Síðuhverfi og selja perl til styrktar Rauða krossinum.
Það voru stoltar vinkonur sem komu og færðu Rauða krossinum afrakstur vinnunnar, 14.049 krónur.
Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarstarfs Rauða krossins!
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFjöldahjálparstöð opin í Egilsbúð í dag
Almennar fréttir 20. janúar 2025Fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð, Neskaupsstað, verður opin í dag, frá kl. 10:00 til 16:00, vegna rýmingarinnar. Allir sem þurfa aðstoð eru hvattir til að koma í Egilsbúð. Hjálparsíminn 1717 hefur verið virkjaður.
Fjöldahjálpastöðvar opnaðar á Austfjörðum
Almennar fréttir 19. janúar 2025Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupstað og í Herðubreið á Seyðisfirði. Hjálparsíminn 1717 hefur verið virkjaður.
100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.