Almennar fréttir
Seldu kaffi og kökur til styrktar Rauða krossinum
26. júní 2023
Nokkrar vinkonur stóðu fyrir söfnun til að styrkja Rauða krossinn í síðustu viku.
Vinkonurnar Talía Berglind Hinriksdóttir, Ester Lillý Hildar- og Aradóttir, Katrín Svala Ólafsdóttir, María Lilja Davíðsdóttir og Brynja Hrönn Magnúsdóttir komu til okkar í seinustu viku og afhentu Rauða krossinum afraksturinn af söfnun sem þær stóðu fyrir til að styrkja Rauða krossinn.
Stelpurnar bökuðu kókoskúlur og trallakökur og helltu upp á kaffi og seldu þetta svo fyrir utan Nettó í Hafnarfirði. Þær náðu að safna 10.128 kr. og við þökkum þeim kærlega fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.