Almennar fréttir
Seldu djús, kirsuber og kleinur til styrktar Rauða krossinum
12. ágúst 2024
Fimm vinir á Akureyri settu upp sölubás og seldu ýmsar vörur til að styrkja Rauða krossinn.

Númi Már, Guðmundur Rafn, Óliver Örn, Kristófer Erik og Aron Þorsteinn eru vinir sem allir búa í Fögrusíðu á Akureyri. Þeir félagarnir ákváðu að setja upp sölubás á leikvellinum og seldu þar djús, kirsuber og kleinur til þyrstra og svangra nágranna sinna, ásamt ýmsu dóti.
Þeir komu svo færandi hendi til Rauða krossins með afrakstur vinnunnar, 4.320 krónur.
Rauði krossinn er þeim vinunum þakklátur fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.