Almennar fréttir
Samstarfssamningur við Marel
20. desember 2019
Rauði krossinn og Marel hafa gert með sér fjögurra ára samstarfssamning.
Samstarf um bætt aðgengi að vatni og hreinlæti Rauði krossinn og Marel hafa undirritað samning til fjögurra ára til styrktar One WASH verkefnisins í Malaví. One WASH er langtíma verkefni og heildstæð nálgun til þess að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, hreinlæti og næringu á svæðum þar sem kólerufaraldur er útbreiddur. Umfang samningsins nær yfir bætan viðbúnað, skimun og viðbrögð við kólerufaraldri í Malaví þar sem um 18.6 milljónir manns búa. Rannsóknir og verkefni á borð við One WASH sem stuðla að bættri notkun og meðhöndlun vatns, fæðu og næringarefna eru til hagbóta fyrir nærsamfélag og mikilvæg starfssemi Marel þar sem hreint vatn er lykilhráefnið við matvælavinnslu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem verkefnið nær til eru nr. 2 um ekkert hungur, nr. 9 um nýsköpun og uppbyggingu og nr. 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. \"Hreint vatn er lykillinn að heilbrigði. Samstarfssamningurinn gerir Rauða krossinum kleift að tryggja aðgengi að hreinu vatni, m.a. með því að byggja vatnsbrunna og það er ómetanlegt að geta verið í langtímaverkefni sem þessu þar sem við getum gert áætlanir til lengri tíma um aðgerðir. Við erum Marel afskaplega þakklát fyrir stuðninginn\" sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins við undirritunina. |
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
Almennar fréttir 28. mars 2025Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi
Innanlandsstarf 28. mars 2025Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.