Almennar fréttir
Samstarf milli Rauða krossins og Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ)
07. desember 2018
Á dögunum skrifuðu Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ) og Rauði krossinn á Íslandi undir samstarfssamning. Í samningnum felst viljayfirlýsing um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál svo og að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis.
Á dögunum skrifuðu Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ) og Rauði krossinn á Íslandi undir samstarfssamning. Í samningnum felst viljayfirlýsing um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál svo og að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis. Rauði krossinn á Íslandi hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna í alþjóðlegum verkefnum sínum.
Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur á undanförnum árum tekið á móti yfir 20 erlendum nemendum á ári í 30 eininga diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Námið er ætlað sérfræðingum frá þróunarlöndum og átakasvæðum og lögð er áhersla á mótun verkefna og rannsókna sem taka á kynjajafnrétti og margþættri mismunun í heimalöndum þeirra. Skólinn hefur útskrifað 109 sérfræðinga frá stofnun skólans (2009) og þar af koma flestir frá Palestínu og Malaví þar sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur að fjölda verkefna. „Við hjá Rauða krossinum erum þess fullviss að markvisst samstarf við Jafnréttisskólann eigi eftir að efla verkefni okkar.. Það er mikilvægt að hafa aðgang að þeim mikla þekkingarbrunni sem Jafnréttisskólinn hefur yfir að búa og vonum að ávinningurinn verði gagnkvæmur“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Undir það tekur Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. „Þetta samstarf er mikilvægt fyrir Jafnréttisskólann og opnar gátt fyrir nemendur okkar að koma að verkefnum Rauða krossins, bæði hér á Íslandi og erlendis. Við teljum að nemendur okkar geti með aðkomu sinni gert góð verkefni Rauða krossins enn betri.“
Það er ósk Jafnréttisskólans og Rauða krossins að samstarf þeirra leiði til aukinnar þekkingar- og nýsköpunar á sviði jafnréttismála í verkefnum og rannsóknum þeirra hérlendis og erlendis.
In English:
Last week, the United Nations University Gender Equality Studies and Training (UNU-GEST) Programme and the Icelandic Red Cross signed a Memorandum of Understanding (MOU). The MOU expresses an interest in collaborating in developing gender equality projects and sharing of expertise in the field of humanitarian and developing work, in Iceland and internationally. The Icelandic Red Cross has increasingly emphasised the empowerment of women and girls within its international projects. The UNU-GEST operates a 30 ECTS post-graduate diploma programme in Gender Equality Studies at the University of Iceland providing fellowship opportunities for over 20 international students each year. The programme emphasises the development of projects and research on gender equality in the students‘ home countries and targets specialists from developing, conflict, and post-conflict countries. From its inception in 2009 UNU-GEST has graduated 109 specialists, including a large number of students from the Palestinian Territories and Malawi where the Icelandic Red Cross is involved in several projects. “We at the Icelandic Red Cross are certain that our partnership with UNU-GEST will enhance the quality of our projects even further. It is valuable to have access to the expertise that has been developed and strengthened by the UNU-GEST and we hope that both institutes will benefit“ said Atli Viðar Thorstensen Director of Humanitarian Operations at the Icelandic Red Cross. The Director of UNU-GEST agreed and added: “This partnership is important for UNU-GEST as it provides an opportunity for UNU-GEST fellows to contribute to Icelandic Red Cross projects, both in Iceland and abroad. We believe that UNU-GEST students‘ contribution can improve on the already high quality of the Red Cross projects.“
UNU-GEST and the Icelandic Red Cross look forward to their collaboration and hope that it will lead to enhanced understanding and practices of gender equality in their international and local projects and research.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.